| | |

Virkjanayfirlit komið á vefinn

Múlaá i Gilsfirði
Múlaá i Gilsfirði

Orkustofnun óskaði eftir að Fjórðungssambandið tæki saman yfirlit um hugsanlegar smávirkjanir í fjórðungnum. Stofnunin hyggst styrkja útfærslur nokkurra slíkra virkjana svo koma megi orku inn á fleiri puntkum á orkuafhendingarkerfinu og efla þannig orkuöryggi, einkum í hinum dreifðu byggðum. Skýrslan frá Vestfjörðum var afhent í maí 2017 og er birt hér á vefnum

Í desember 2016 kynnti Orkustofnun fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hugmynd að smávirkjanaverkefni sem hefði það að markmiði að stuðla að aukinni raforkuframleiðslu á landsbyggðinni. Hugmynd að verkefninu er til komin vegna alvarlegrar stöðu í raforkuöryggismálum landsins. Fáir álitlegir virkjunarkostir eru í nýtingarflokki í þeirri tillögu að þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar sem lögð hefur verið fram á Alþingi, auk þess sem erfiðlega gengur að gera endurbætur á flutningskerfi raforku. Kerfið eins og það er í dag getur ekki staðið undir frekari uppbyggingu á atvinnustarfsemi út um land. Samantekt Orkustofnunar og úrvinnsla í málunum birtist á sem skýrsla no 1 frá 2018.