| | |

Viltu verða orkubóndi og framleiða þína eigin orku?

 

 
Viltu verða orkubóndi og framleiða þína eigin orku? Allir geta orðið orkubændur!
 
Orkubóndinn er fyrir áhugafólk um virkjun orku, einstaklinga, fyrirtæki, landeigendur og bændur sem hafa hug á að beisla orkuna heima fyrir. Í landinu okkar er ógrynni af endurnýtanlegri orku sem fellur til og hægt er að nýta. Á námskeiðinu er farið yfir viðfangsefnið á mannamáli og fjallað um leiðir til að virkja læki eða ár, jarðhita, vindorku, sólarorku eða jafnvel fjóshauginn. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru sérfræðingar frá Nýsköpunarmiðstöð, Orkustofnun, verkfræðistofum víða af landinu og heimamenn.  Í kjölfar námskeiðsins fá þeir þátttakendur sem þess óska aðstoð við að hrinda virkjunarhugmyndum í framkvæmd.
 
Námskeiðsgjald er 3.000 krónur.  Innifalið  í námskeiðsgjaldi eru léttar veitingar í hádegi og kaffi.
 
Orkubóndinn er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Mannvits, Orkustofnunar, Iðnaðarráðuneytisins, Verkís, atvinnuþróunarfélaga og sveitarfélaga víða um land.
 
Orkubóndinn verður  haldinn á Ísafirði dagana 26. og 27. Nóvember.
 
Skáning og nánari upplýsingar er að finna vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, www.nmi.is og hjá Örnu Láru hjá Impru á Ísafirði í síma 450 4051