| | |

Styrkumsóknir

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða vill benda á að nú er að hefjast sá tími að hinir ýmsu sjóðir auglýsi styrkfé sitt til úthlutunar. Á næsta leiti er t.d. sjóður hjá Ferðamálastofu sem hefur verið auglýstur á vef þeirra og á vef AtVest.
Á þessu tímapunkti er því mikilvægt að þeir sem hafa hug á því að sækja um styrkfé skilgreini hvað á að sækja um. AtVest hefur í gegnum árin veitt aðstoð við yfirlestur, útfærslu og aðra ráðgjöf við styrkumsóknir. Í sumum tilfellum hefur félagið unnið umsóknina í heild sinni í samstarfi við frumkvöðla eða fyrirtæki. Ef aðilar telja sig þurfa á þjónustu AtVest að halda þá er mjög mikilvægt að hafa samband fyrr heldur en síðar.
Til almenns undirbúnings fyrr umsóknargerð má horfa á nokkra þætti sem hér verður fjallað um.
Við góða umsóknargerð er að mörgu að hyggja og höfuðmáli skiptir að verkefni, aðgerðalýsing, markmið og fjármalaútfærsla séu vel skilgreind og sett fram á einfaldan og skýran hátt. Umsóknareyðublöð krefjast oft mismunandi upplýsinga en algengustu innhaldsatriði eru : verkefnislýsing, markmið og árangur, núverandi staða, nýsköpunargildi, hvernig verkefnið falli að markmiðum sjóðs osfrv. Mjög misjafnt er hversu ítarlegir einstaka efnisþættri geta verið enda ræðst það í flestum tilfellum eftir einfaldleika verkefnisins sjálfs. Fjárhagslegar útfærslur er undantekningarlaust beðið um. Kostnaðaráætlun þarf að vera í samræma við þær aðgerðir sem á að framkvæma fyrir fjármunina. Fjármögnunaráætlun þarf einnig að vera í samræmi við kostnaðaráætlun. Í flestum tilfellum er gert ráð fyrir að styrkur nemi 50% af heildarupphæð verkefnisins og því þarf að tryggja fjármögnun á hinum 50% með eigið fé, vinnuframlagi eða öðrum fjármögnunarleiðum.
AtVest vill hvetja alla sem hafi áhuga og hugmyndir til að leita til félagsins varðandi ráðgjöf, útfærslur og hugsanlega aðstoð vegna styrkumsókna. Æskilegast er að þeir aðilar sem þurfa aðstoð ræði um sín verkefni við AtVest eigi síðan en um 3-4 virkum dögum fyrir skilafrest.