| | |

Ráðstefna um sjávarútveg

Er íslenskur sjávarútvegur að glata sérstöðu sinni? Þessari spurningu verður reynt að svara á ráðstefnu í Flókalundi fimmtudaginn 11. september næstkomandi.  Ráðstefnan verður á vegum sjávarútvegsklasans á Vestfjörðum sem er verkefni Vaxtarsamnings Vestfjarða. Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra mun setja ráðstefnuna en ráðstefnustjóri verður Skjöldur Pálmason stjórnarformaður Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.

 

Dagskráin er eftirfarandi:

 

12:00 - Mæting í Flókalundi
12:00-13:00; skráning, léttur hádegisverður
13:00 –15:30:
• Setningarræða sjávarútvegsráðherra, Einars Kr. Guðfinnssonar
• Sjávarútvegsklasinn – stutt yfirlit – Neil Shiran Þórisson
• Gæðamerki og vottun. Er skortur á íslensku merki og vottun að kosta okkur markaði?
o Kristján Þórarinsson, LÍÚ og varafromaður Fiskifélags Íslands
o Neil Shiran Þórisson, Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða
• Fyrirspurnir
• Staða íslensks sjávarútvegs
o Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar Verslunar
• Fyrirspurnir
o Menningarlæsi
o Þorgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða
• Fyrirspurnir

15:30-16:15 – Kaffihlé

16:15-17:30- Vinnuhópar ræða hver sitt viðfangsefni
17:30-18:00- Vinnuhópar kynna niðurstöður sínar
18:00-18:30 – Umræður

Ráðstefnulok

18:45-19:45 - Móttaka í boði Sjávarútvegsklasans á Vestfjörðum
20:00 – Kvöldverður. 


Ráðstefnugestir hlýða á erindi um þessi viðfangsefni en taka síðan þátt í starfi vinnuhópa um hvert þeirra. Vinnuhópar munu síðan kynna niðurstöður sínar og þær ræddar af panel í lok ráðstefnu.

Að lokinni ráðstefnu mun Sjávarklasinn á Vestfjörðum bjóða til móttöku og síðan verður snæddur kvöldverður. Skráning fer fram hjá Margréti Birkisdóttur hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða á netfangið greta@atvest.is.