| | |

Opinn fundur með Hafrannsóknarstofnun

Hafrannsóknastofnunin í samstarfi við Sjávarútvegsklasa Vestfjarða efnir til opins fundar um forsendur stofnmats og fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar 16. júní kl 15:00 í fundarsal Þróunarsetursins á Ísafirði.

Á fundinn mæta Jóhann Sigurjónsson, forstjóri, Björn Ævarr Steinarsson, forstöðumaður veiðiráðgjafarsviðs og Höskuldur Björnsson stofnmatssérfræðingur stofnunarinnar.
 
Fundurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir.
 
Nánari upplýsingar veitir Shiran Þórisson, shiran@atvest.is