| | |

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð

Fótboltalið Flateyjar
Fótboltalið Flateyjar

Á síðu Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða stendur að umsóknum skuli skila á rafrænu formi. Í umsókninni skal vera greinargóð en stutt og hnitmiðuð lýsing á verkefninu og markmiðum þess, verk- og tímaáætlun, ítarleg fjárhagsáætlun (kostnaðar- og tekjuáætlun) og upplýsingar um umsækjendur.

Ef uppbyggingarsjóðúr hefur áður veitt styrk í verkefni skulu umsækjendur skila fyrst loka- eða framvinduskýrslum vegna þeirra áður en sótt er um til framhaldsverkefnis. Umsókn þarf að fylgja yfirlýsing umsækjanda að hann hafi ekki fengið meira en og muni ekki þiggja meira en 200 þúsund evrur (um 3 millj. ISK) í stuðning frá opinberum aðilum yfir hvert þriggja ára tímabil, samanber 3 gr. reglugerðar framkvæmdastjórnar ESB nr. 1407/2013 frá 18. desember 2013.

Við úthlutun 2018 er litið sérstaklega til umsókna sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna skilyrða:

Verkefni sem efla nýsköpun og atvinnuþróun, verkefni sem stuðla að vöru- og gæðaþróun í starfandi fyrirtækjum, verkefni sem mynda atvinnutækifæri og auka fagmennsku á sviði lista og menningar, verkefni sem efla samstarf, ýmist á milli svæða, listgreina, fyrirtækja eða rannsóknaraðila, verkefni sem styðja við uppbyggingu og eflingu menningartengdrar ferðaþjónustu, verkefni sem skapa störf fyrir háskólamenntaðar konur og ungt fólk á svæðinu, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni sem eru gjaldeyrisskapandi, atvinnuþróunarverkefni sem eru á sviði líftækni.