| | |

Möguleikar á hvalaskoðun við Vestfirði

 

Á morgun fimmtudag munu þeir Robbie Marsland og Sigursteinn Másson frá International Fund for Animal Welfare kynna niðurstöður könnunar um möguleika á hvalaskoðun við Vestfirði. Að kynningunni lokinni munu þeir leiða umræður um efni skýrslunnar. Kynningin fer fram milli klukkan 15 og 16.30 í stofu 1-2 í Háskólasetrinu og er opinn öllum áhugasömum.
 
Skýrslan er unnin af Alþjóðadýraverndunarsjóðnum í samstarfi við heimamenn. Tekin voru 105 viðtöl, aðallega við sjófarendur í Bolungarvík og á Ísafirði. Einnig var rætt við einstaklinga í Djúpinu og í Súðavík. Niðurstöðurnar leiða í ljós að í u.þ.b. þriðjungi sjóferða sést til hvals og að líklegast er að finna hval við mynni Ísafjarðardjúps.