| | |

Kynningarfundir á Vestfjörðum um styrki til atvinnumála kvenna.

Miðvikudaginn 24. september n.k. verða haldnir tveir kynningarfundir á Vestfjörðum um styrki til atvinnumála kvenna. Hinn fyrri verður í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði kl. 12-13 en hinn seinni verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði kl 16.30-17.30.
Eins og fram hefur komið verður alls 50 milljónum króna ráðstafað í styrki til kvenna sem hafa góðar hugmyndir um atvinnurekstur og er styrkjunum ætlað að standa straum af kostnaði vegna gerðar viðskiptaáætlana, markaðs- og kynningarmála, þróunarvinnu af ýmsu tagi og hönnunar. Umsóknarfrestur um styrkina rennur út þann 28. september. Fundurinn er haldinn í samvinnu við Impru – Nýsköpunarmiðstöð og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar.