| | |

Kynningarfundir á Veisla að Vestan

Í dag, fimmtudag 12. mars verður kynningarfundur á þróunarverkefni í matartengdri ferðaþjónustu sem Atvest hefur unnið að ásamt góðum hópi fólks undanfarna mánuði. Hópurinn / Verkefnið kallast Veisla að Vestan og er samstarfsverkefni matvælaframleiðenda og framreiðenda sem eru á Vestfjörðum og vinna með vestfirskt hráefni. Tilgangur þess er fyrst og fremst að vekja athygli á vestfirskum matvælum sem mun leiða af sér aukinn sýnileika og aukna veltu þeirra fyrirtækja sem vinna með vestfirskt hráefni.
Allir þeir sem vinna með vestfirskt hráefni eða hafa áhuga á að vinna með vestfirskt hráefni eru boðin velkomin til þátttöku og hvattir til að koma á kynningarfund og kynnast verkefninu nánar.

 

Fundirnir eru tveir, á Patreksfirðir og á Ísafirði og eru sem hér segir:

Þorpinu Patreksfirði kl 12.00
Þróunarsetrinu á Ísafirði, Árnagötu 2-4  kl. 16.00