| | |

Evrópufundur á Ísafirði

Evrópusamtökin og Heimssýn standa fyrir fundaröð á Norðurlandi og Vestfjörðum um Evrópumál. Velsóttur fundur var haldinn í Háskólanum á Akureyri í vikunni en á laugardaginn n.k. kl. 12.00 verður haldinn fundur á Hótel Ísafirði.

Þorvaldur Gylfason, prófessor talar fyrir hönd Evrópusamtakanna en Ragnar Arnalds fyrir hönd Heimssýnar.

Allt áhugafólk um Evrópumál er hvatt til að mæta og kynna sér þau rök sem málshefjendur munu færa fram. Umræðan um Evrópumál kraumar undir niðri þótt ekki virðist það ætla að verða að kosningamáli nú. Íslensk fyrirtæki eru í umvörpum að færa viðskipti sín yfir í aðra gjaldmiðla en íslensku krónuna þannig að Evrópuvæðing atvinnulífsins er í fullum gangi. Sjálfsagt mun pólitísk staða Íslands, öryggis- og varnarmál og almenn þróun í heiminum verða rædd.

Súpa verður í boði fyrir fundargesti.