| | |

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi auglýsir eftir umsóknum

AVS sjóðurinn leggur nú áhersluá styttri verkefni og munu umsóknir þar sem verkefni eru til skemmri tíma en 12-18 mánaða að öllu jöfnu njóta forgangs. Lögð verður mikil áhersla á verkefni sem skila verðmætum og störfum fyrir íslenskan sjávarútveg

Átaksverkefni
• Styrkir til að vinna að vöruþróun og nýsköpun
• Styrkir til að flytja inn nýja þekkingu eða fyrirtæki
• Styrkir til að ráða mastersnema eða doktorsnema

AVS sjóðurinn er tilbúinn til að greiða allt að 50% af kostnaði
átaksverkefnanna,
en hámarksstyrkir eru 6-8 m.kr.


Lögð er áhersla á stutt og hnitmiðuð verkefni sem geta skapað mikil verðmæti
á stuttum tíma. Sjóðurinn er opinn fyrir öllum hugmyndum sem auka verðmæti
sjávarfangs s.s. orkusparandi veiðiaðferðum, vistvænni veiðitækni, fullvinnslu,vörum
í smásölu eða á borð neytenda, nýjum afurðum, nýrri tækni, aukinni nýtingu,
matarferðamennsku, hönnun, fiskeldi, nýjum tegundum eða öðru því sem getur
skilað styrkþegum verðmætri afurð á stuttum tíma.
Umsóknarfrestur í ofangreinda verkefnaflokka er til föstudagsins 30. janúar 2009.


Önnur verkefni

Framhaldsverkefni. Með stuðningi AVS sjóðsins eru allmörg 2-3 ára verkefni í
gangi og mun sjóðurinn styðja þau áfram ef framvinda rannsókna er í samræmi við
fyrirheit og kröfur sjóðsins.
Skilafrestur framvinduskýrslu er til föstudagsins 30. janúar 2009

Þorskkvóti til áframeldis. Sjávarútvegsráðherra hefur til ráðustöfunar sérstakar
aflaheimildir sem nema 500 lestum af óslægðum þorski.
Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 20. janúar 2009.

 

Upplýsingar og leiðbeiningar fyrir umsækjendur ásamt eyðublaði er að finna á www.avs.is auk þess sem Atvest veitir ráðgjöf við umsóknarferlið.