| | |

AVS rannsóknarsjóður í sjávarútvegi auglýsir eftir umsóknum.

 

Umsóknarfrestur til AVS sjóðsins fyrir árið 2013 er kl. 17 mánudaginn 3. desember n.k. 


AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi starfar á vegum atvinnuvega- nýsköpunarráðuneytisins og veitir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem auka verðmæti sjávarfangs.

AVS rannsóknasjóður hefur að markmiði að styrkja verkefni, sem stuðla að auknu verðmæti íslensks sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og fiskeldis. Sjóðurinn auglýsir nú eftir umsóknum í verkefni með þetta að markmiði. 


Umsóknum ber að skila rafrænt á netfangið avs@avs.is og bréflega á póstfangið AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Háeyri 1, 550 Sauðárkrókur. 

 

Stjórn AVS rannsóknasjóðs í sjávarútvegi ákvað á fundi sínum 2. október s.l. að umsóknarfrestur vegna úthlutunar styrkja á árinu 2013 verði 1. desember, 2012. Það var gert til þess að hægt verði að úthluta styrkjum fyrr á árinu, en umsækjendur hafa oft óskað eftir því. Eins og kunnugt er tekur umtalsverðan tíma að vinna úr umsóknum og meta umsóknir og forgangsraða þeim. Oft hefur undirbúningsvinna vegna styrkja valdið því að styrkir hafa ekki verið tilbúnir til greiðslu fyrr en í maí eða júní. Með því að færa umsóknarfrestinn fram er vonast til þess að unnt verði að hefja greiðslu styrkja í febrúarlok eða í mars og  ætti það að verða styrkþegum til umtalsverðrar hagræðingar. Samkvæmt stjórnsýslulögum frá 1993 færist umsóknarfrestur sem ákveðinn er á frídegi til næsta virks dags á eftir. Umsóknarfrestur til sjóðsins fyrir árið 2013 verður því til kl. 17 mánudaginn 3. desember n.k.

 

Nánari upplýsingar á www.avs.is